UM OKKUR

Vagnbjörg Magnúsdóttir, lauk meistaragráðu í fíknifræðum frá Hazelden Betty Ford Graduate School of Addiction Studies í Minnesota árið 2018. Í náminu var meðal annars lögð áhersla á að greina með ítarlegum hætti fíknihegðun skjólstæðinga með DSM-5 til hliðsjónar sem og að skima fyrir áfallastreitu, þunglyndi, kvíða og öðrum geðröskunum með það fyrir sjónum að veita bestu mögulegu meðferð hjá viðurkenndum aðilum svo sem hjá sálfræðingum og geðlæknum til viðbótar við fíknifræðinga. Ásamt bóklegu námi í fíknifræðum var lögð rík áhersla á klíníska reynslu jafnhliða námi sem fór fram inni á Hazelden Betty Ford meðferðarstofnuninni. Vagnbjörg er einnig með B.Ed. próf í Grunnskólakennarafræði frá Háskóla Íslands.

Árið 2023 lauk Vagnbjörg meistaragráðu í Heilbrigðisvísindum með áherslu á sálræn áföll og ofbeldi og áfallamiðaða meðferð í Háskólanum á Akureyri. Í námi sínu lagði hún áherslu á að skilja áhrif og afleiðingar þess að alast upp við fíknivanda sem flokkast undir tengslaáföll (e. relational trauma) með það fyrir sjónum að dýpka skilning á áhrifum þess konar áfalla á líkamlegan, tilfinningalegan og félagslegan þroska einstaklings.

Til viðbótar er Vagnbjörg í 200 klst. þjálfun í fíkni- og áfallameðferð (Certified Trauma Therapist) í Bandaríkjunum hjá The spirit2spirit og The Guesthouse Ocala.

Vagnbjörg stofnaði Vörðuna í mars 2020. Hún býður upp á einstaklingsmeðferð, hópavinnu, námskeið, vinnustofur, fræðslu og fyrirlestra.

Námskeið og framhaldsmenntun

 

  • Stjórnarformaður Bata góðgerðarfélags
  • Umsjón áfallameðferðar á Krýsuvík
  • Áfalla- og fíknimeðferðarfræði (Trauma addiction therapist)
  • Samkenndarmiðuð nálgun (Compassionate Inquiry, trauma, addiction, mental health)
  • SMART recovery facilitator 
  • ACT – ferlimiðuð nálgun að sálrænni meðferð 
  • PIT meðvirknifræði Pia Mellody (Post induction therapy) 
  • RLT (Relational Life Therapy)
  • Integrative harm reduction psychotherapy (IHRP)

Vagnbjörg Magnúsdóttir

Fíknifræðingur MA
Heilbrigðisvísindi MS
Sálræn áföll og ofbeldi

vagna@vardan.is

844 8107

Guðrún Jóhannsdóttir, lauk Mastersgráðu í Fíknifræðum frá Hazelden Betty Ford Graduate School of Addiction Studies í Minnesota árið 2018. Í náminu var meðal annars áhersla á að greina með ítarlegum hætti fíknihegðun skjólstæðinga með DSM5 til hliðsjónar sem og að skima fyrir áfallastreitu, þunglyndi, kvíða og öðrum geðröskunum með það fyrir sjónum að veita bestu mögulegu meðferð hjá viðurkenndum aðilum svo sem hjá sálfræðingum og geðlæknum til viðbótar við fíknifræðinga. Ásamt bóklegu námi í fíknifræðum var lögð rík áhersla á klíníska reynslu jafnhliða námi sem fór fram inni á Hazelden Betty Ford meðferðarstofnuninni. Guðrún er einnig með B.Ed. próf í Grunnskólakennarafræði og B.A. próf í Félagsráðgjöf frá Háskóla Íslands. Guðrún gekk til liðs við Vörðuna í júlí 2020. 

Guðrún býður upp á einstaklingsmeðferð, hóp-meðferð, námskeið og fyrirlestra. 

Námskeið og framhaldsmenntun

Guðrún Jóhannsdóttir

Fíknifræðingur MA

gudrun@vardan.is

820 0688

Guðrún Magnúsdóttir, Gunný, lauk Mastersgráðu í Fíknifræðum frá Hazelden Betty Ford Graduate School of Addiction Studies í Minnesota árið 2018. Í náminu var meðal annars áhersla á að greina með ítarlegum hætti fíknihegðun skjólstæðinga með DSM5 til hliðsjónar sem og að skima fyrir áfallastreitu, þunglyndi, kvíða og öðrum geðröskunum með það fyrir sjónum að veita bestu mögulegu meðferð hjá viðurkenndum aðilum svo sem hjá sálfræðingum og geðlæknum til viðbótar við fíknifræðinga. Ásamt bóklegu námi í fíknifræðum var lögð rík áhersla á klíníska reynslu jafnhliða námi sem fór fram inni á Hazelden Betty Ford meðferðarstofnuninni. Gunný er einnig með B.A. og M.A. próf í þjóðfræði frá Háskóla Íslands. Gunný gekk til liðs við Vörðuna í júlí 2020.

Gunný býður upp á einstaklingsmeðferð, hópmeðferð, námskeið og fyrirlestra.

Námskeið og framhaldsmenntun
  • Addiction Therapist – Spirit2Spirit 
  • SMART recovery facilitator 
  • ACT – ferlimiðuð nálgun að sálrænni meðferð 
  • PIT meðvirknifræði Pia Mellody (Post induction therapy) 
  • Compassion Focus Therapy. EMDR Training Part I,II.
  • EMDR Training Part I, II.
  • Integrative harm reduction psychotherapy (IHRP)  

Guðrún Magnúsdóttir

Fíknifræðingur MA

gunny@vardan.is

824 8894